Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 807  —  120. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 1. mars.)


1. gr.

    1. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Heimilt er að veiða umfram aflamark í einstökum botnfisktegundum, enda skerðist aflamark annarra botnfisktegunda hlutfallslega í samræmi við verðmætahlutföll einstakra tegunda samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald. Heimild þessi takmarkast við 5% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks en umframafli í hverri botnfisktegund má þó ekki vera meiri en sem nemur 2% af heildarverðmæti botnfiskaflamarks. Heimild þessarar málsgreinar nær þó ekki til veiða umfram aflamark í þorski.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2001.